Rytmatími

Á fimmtudögum skiptist allur nemendahópurinn í þrennt.
Einn hópur fer í upptökutíma hjá Samma, annar í tónlistarumfjöllun hjá Flosa og sá þriðji í rytmatíma hjá Heiðrúnu.

Hér má sjá rytmahópinn gera ýmsar æfingar og spuna, bæði með kroppaklappi og á rytmahljóðfæri. Þetta eru virkilega flottir unglingar sem eru sjálfstæð og hugmyndarík. Það er mjög gaman að vinna með þeim.

– Heiðrún

Auglýsingar

Nýtt skólaár

Nú er námið á tónlistarbrautinni að hefjast. Tugir unglinga úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla eru skráð til leiks.
Hljóðfærin sem eru í boði þessa önnina eru gítar, ukulele, bassi, trommur, hljómborð/píanó og söngur. Kennslan fer fram á mánudögum í Tónlistarskólanum auk grunnskólanna beggja.

Undir liðnum „Stundaskrá“ getur þú séð í hvaða hóp þú ert og hvar og hvenær þú átt að mæta.

Ný heimasíða

Velkomin á nýja heimasíðu tónlistarbrautar grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akranesi.

Hér getið þið séð ýmislegt frá starfi síðasta vetrar, svo sem myndbönd og myndir frá tónleikum og fleira. Næstkomandi vetur er ætlunin að nota síðuna í tengslum við starfið og vera dugleg að koma með fréttir og myndir af unglingunum okkar.